Umsóknarfrestur námsstyrkja er til 31. mars 2015

 

Námsstyrkir

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 tók sveitarstjórn Skagastrandar ákvörðun um að veita styrki til nemenda á framhalds- og háskólastigi sem nemur 20 þús. kr. skólaárið 2014-2015 en styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.

Umsóknum um styrki skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 31. mars 2015.

Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest verða ekki teknar til greina.

Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um styrkina eiga rétt á umræddum námsstyrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðunni
  http://www.skagastrond.is/samthykktir.asp og þar má einnig fá/finna umsóknareyðublöð.

Reglur um styrkina má finna hér.

Umsókn um styrk má finna hér.  

 

Aksturstyrkur vegna dreifnáms

Jafnframt er auglýstur frestur til 1. maí 2015  til að sækja um sérstakan stuðning vegna dreifnáms fyrir vorönn 2015.

Sveitarstjórn samþykkti  Reglur um stuðning vegna dreifnáms veturinn 2014-2015 á fundi 12. september 2014 og vísast til þeirra á heimasíðu sveitarfélagsins. Hér

 

 

Sveitarstjóri