Umsóknarfrestur vegna frístundakorta fyrir 2022

Umsóknarfrestur um frístundakort fyrir 2022 er til 31. janúar 2023.
 

Foreldrar barna með lögheimili á Skagaströnd eiga rétt á 25 þúsund króna styrk, fyrir hvert barn á grunnskólaaldri, sem þátt tekur í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Frístundakortin taka gildi 1. janúar ár hvert og gilda í eitt ár.

Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku síðastliðins árs er í síðasta lagi 31. janúar 2023. Eftir það fellur réttur þess árs niður.

Tilgangur frístundakorta er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í hvers konar íþrótta- og æskulýðsstarfi og að jafna möguleika foreldra til að börnum sé það mögulegt.

Réttur til frístundakorts gildir í eitt ár og tekur gildi 1. janúar ár hvert. Skil á gögnum vegna frístundaþátttöku ársins er í síðasta lagi 31. janúar næsta árs. Eftir það fellur réttur þess árs niður. Ákvörðun um frístundakort er bundin afgreiðslu fjárhagsáætlunar hvert ár.

Umsóknarblað

Reglur um frístundakort