Umsóknir um menningarstyrki

Menningarráð Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á sviði menningarmála vegna ársins 2007.

 

Um verkefnastyrki á grundvelli menningarsaming ríkisins og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Umsækjendum er bent á að kynna sér nánar úthlutunarreglur og sérstakar áherslur ársins 2007, menningarsamninginn og stefnumótun í menningarmálum á www.ssnv.is undir liðnum Menningarráð.

Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að árið 2007 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.

Nýsköpun á sviði lista, menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu.

Umsókn ásamt greinargóðri lýsingu á verkefninu með verk- og fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur og ábyrgðaraðila skal send Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Bjarmanesi, 545  Skagaströnd eigi síðar en 1. október 2007.

 

Nánari upplýsingar veita Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi Norðurlands vestra s. 892 3080, netfang menning@ssnv.is og Guðrún Helgadóttir formaður Menningarráðs Norðurlands vestra, s. 453 6585, netfang gudr@holar.is.