Upplýsinga- og fræðslufundur skólastjóra leikskólanna

 

Þann 9. september lögðu skólastjórar leikskóla Húnavatnssýslna land undir fót og heimsóttu  Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Tilgangur ferðarinnar var að hitta sérfræðinga leikskólasviðs Reykjavíkur og hlýða á lýsingar þeirra á helstu áherslum í starfsemi leikskóla borgarinnar.

Einnig voru tveir leikskólar heimsóttir og starfsemi þeirra skoðuð.

Þátttakendur héldu margs fróðari heim með ýmsar áhugaverðar hugmyndir í farteskinu.

 

Mynd: Skólastjórar leikskóla Húnavatnssýslna og ráðgjafar leikskólasviðs Reykjavíkur.