05.10.2003
Á Skagastrandarhöfn hefur verið komið upp
veðurathugunarstöð sem mælir bæði veður og sjólag.
Upplýsingar frá stöðinni birtast á vefsíðu Siglingastofnunar
www.sigling.is og þar er hægt að sjá upplýsingar um vindátt,
vindhraða, hitastig, loftþrýsting og ölduhæð. Veðurstöðin
mælir í raun líka sjávarföll en þeim upplýsingum hefur ekki
verið komið fyrir á vefnum enn. Í athugun er hvort mögulegt er
að birta upplýsingarnar beint á skagastrond.is en það hefur
ekki verið leyst enn.
Veðurstöðin var hönnuð og sett upp af M&T ehf. í samstarfi
við Siglingastofnun og Skagastrandarhöfn.