Uppskeruhátíð tónlistardaga kórs Hólaneskirkju

 

Uppskeruhátíð tónlistardaga kórs Hólaneskirkju

í máli og tónum

í Hólaneskirkju sunnudaginn 9. mars 2014, kl. 14.00

Um helgina tekur kórinn þátt í raddþjálfunarnámskeiði undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur organista og Önnu Sigríðar Helgadóttur messó sópran. Vissulega verður Hugrún okkar Sif einnig virkur leiðbeinandi á námskeiðinu.

Nýja sálmabókin Sálmar 2013 skipar stóran sess á tónlistardögum kórsins. Aðalheiður er ein þeirra sem séð hafa um að útbúa bókina. Hún starfar sem píanóleikar, organisti, útsetjari, kennari og tölvusetur nótnabækur ásamt því að syngja með ýmsum kórum.

Anna Sigga eins og hún er jafnan kölluð syngur með fjölda kóra og tekur þátt í margskonar tólistarflutningi og hefur starfað sem kórstjóri.

Það verður yndislegt að njóta uppskeru helgarinnar hjá kórnum okkar. Við eigum í vændum tónlistarhátíð með fjölbreyttri tónlist og helgiathöfn.


Minningarsjóður um hjónin frá Garði og Vindhæli styrkir verkefnið.