Úr óveðri til betri tíðar

Gangur lífsins er nú sem óðast að taka á sig eðlilegt horf eftir óveðurskaflann sem gekk yfir í síðustu viku. Snjómokstri af götum er að mestu lokið og orðið vel fært um allan bæinn. Hlákan sem kom í kjölfar óveðursins hefur hjálpað mikið til við að breyta öllu útliti byggðarinnar. Bátarnir sem sukku í höfninni eru allir komnir á þurrt og hafa ýmist verið teknir til viðgerðar eða settir í biðstöðu þar til ákveðið verður um framtíð þeirra. Hreinsun á niðurbrotnu þaki Vélsmiðju Karls Berndsen stendur yfir og hönnun viðgerða er hafin. Ekki er fyrirséð hvernig verður leyst úr því máli.