Úrslit á Opna Kaupþingsmótinu á Skagaströnd

 

Góð mæting var á Kaupþings golfmótinu á laugardag. Þátttakendur voru 40 og léku þeir

18 holur í blíðskapar veðri á golfvellinum á Háagerði. Mótið var jafnframt minningarmót um Karl Berndsen sem lést árið 1995. Hann var mikill áhugamaður um golfíþróttina og vann mikið og gott starf fyrir Golfklúbb Skagastrandar.

 

Helstu úrslit urðu sem hér segir:

Kvennaflokkur án forgjafar:

1.      Árný L.Árnadóttir Golfkl.Sauðárkróks                91 högg.

2.      Dagný M.Sigmarsdóttir Golfkl.Skagastrandar   101 högg.

3.      Ingibjörg Ó.Guðjónsdóttir Golfkl.Sauðárkróks 103 högg.

 

Karlaflokkur án forgjafar:

1. Bergur R.Björnsson Golfkl.Ólafsfjarðar               69 högg.

2. Fylkir Þ.Guðmundssson Golfkl.Ólafsfjarðar        80 högg.

3. Rafn Ingi Rafnsson Golfkl.Sauðárkróks              83 högg.

 

Punktakeppni:

1.      Bergur R. Björnsson Golfkl.Ólafsfjarðar                       42 punktar.

2.      Adolf H. Berndsen Golfkl.Skagastrandar                      37 punktar.

3.      Dagný M. Sigmarsdóttir Golfkl.Skagastrandar    34 punktar.

 

Mótið var einnig þriðja og síðasta mótið í svokallaðri Norðvesturþrennu sem er samstarfs verkefni golfklúbbanna á Blönduósi, Sauðárkrók og Skagaströnd. Keppt var um besta samanlagða árangur í karla og kvennaflokki. Sigurvegari í kvennaflokki var

Árný L.Árnadóttir Golfkl.Sauðárkróks en í karlaflokki sigraði Sævar Steingrímsson Golfkl.Akureyrar.