Úrslitin í Opna Fiskmarkaðsmótinu í golfi

Opna Fiskmarkaðsmótið í golfi var haldið á laugardaginn á Háagerðisvelli. Mótið er jafnframt minningarmót um Karl Berndsen en aðalstyrktaraðli þess er Fiskmarkaður Íslands hf.

Veður var þokkalegt og mættu 32 keppendur til leiks. 

Úrslit urðu sem hér segir:

Kvennaflokkur/ höggleikur
  1. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 
  2. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS
  3. Dagný Marín Sigmarsdóttir GSK
Karlaflokkur/höggleikur
  1. Jóhann Örn Bjarkason GSS
  2. Magnús G.Gunnarsson GSS
  3. Brynjar Bjarkason GSS
Punktakeppni með forgjöf
  1. Magnús G.Gunnarsson GSS
  2. Dagný Marín Sigmarsdóttir GSK
  3. Sigurður Sigurðarson GSK
Golfklúbbarnir á Blönduósi, Sauðárkróki og Skagaströnd hafa um árabil átt gott samstarf og hafa m.a. staðið fyrir sameiginlegu mótahaldi undir nafninu Norðvesturþrennunnan og var Opna Fiskmarkaðsmótið síðast þriggja móta í þeirri mótaröð.  

Sigurvegarar í Norðvesturþrennunni í ár urðu Árný Lilja Árnadóttir GSS í kvennaflokki og Magnús G.Gunnarsson GSS í karlaflokki, en þau náðu bestu samanlögðum árangri á þeim þremur mótum sem tilheyrðu mótaröðinni.