Úthlutun verkefnastyrkja

 Úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Norðurlands vestra fer fram í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 5. apríl, kl. 15.45.

Verkefnastyrkir Menningarráðs byggjast á þriggja ára samningi ríkisvaldsins og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem undirritaður var 1. maí 2007. Samkvæmt honum er gert ráð fyrir rúmlega 30 milljón króna árlegu framlagi ríkisins til menningarmála á Norðurlandi vestra.

Auk þess að sjá um úthlutun verkefnastyrkja er hlutverk Menningarráðsins að standa fyrir þróunarstarfi í menningarmálum og hvetja til samstarfs og faglegra vinnubragða. Þá er ráðinu ætlað að efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista og styrkja starfsemi menningartengdrar ferðaþjónustu.

Þetta er í annað sinn sem Menningarráðið úthlutar verkefnastyrkjum en fyrsta úthlutunin var í október 2007. Að þessu sinni verður úthlutað styrkjum til  55 aðila, samtals að fjárhæð 18,5 milljónir króna. Hæstu styrkirnir nema einni milljón króna.

Þetta er fyrri úthlutun Menningarráðs á þessu ári, næsti umsóknarfrestur er 15. september nk.

Menningarfulltrúi