Útskurðarnámskeið

Hefur þú ekki gaman af að tálga og skapa eitthvað nýtt?  Væri ekki gaman að læra réttu handbrögðin?

Farskólinn auglýsir 14 kennslustunda (eina helgi)  útskurðarnámskeið með Jóni Adolf Steinólfssyni sem leiðbeinanda.  Hægt væri að halda svona námskeið hér á Skagaströnd ef okkur tekst að fá 10 manns til að taka þátt.

Jón Adolf skaffar efni í tvö útskurðarverk og einnig kemur hann með öll áhöld sem þarf.

Námskeiðið kostar 26.900.- krónur en stéttarfélög  endurgreiða gjaldið allt að 75% eftir því um hvaða félag er að ræða.

Sláðu nú til og hafðu samband við undirritaðan fyrir mánaðamót apríl /maí og  skráðu þig.

Ef þátttaka fæst þá stefnum við að svona námskeiði einhverntíma í maí.

                   Heyri vonandi  frá þér,

Ólafur Bernódusson   

s: 899 3172 og 451 2210                            olibenna@hi.is