Settar hafa verið upp tvær vefmyndavélar á höfninni á Skagaströnd. Hægt er að komast inn á myndavélarnar á vinstra megin á forsíðu skagastrond.is.
Önnur myndavélin sýnir vestan hluta hafnarinnar, þ.e. viðlegu- og löndunarkantana Miðgarð og Ásgarð.
Frá hinni myndavélinni er útsýni yfir svokallaðan Skúffugarð, þ.e. austurhluta hafnarinnar. Í baksýn er svo hluti bæjarins og Árbakkafjall.
Hægt er að opna vefmyndavélarnar í flestum vöfrum. Í fyrsta sinn sem farið er inn á þær þarf að samþykkja uppsetningu á ActiveX hugbúnaði sem er nauðsynlegur svo tölvan geti átt samskipti við myndavélarnar. Þetta þarf þó ekki að gera nema þegar farið er í fyrsta skipti inn á viðkomandi vefmyndavél.
Aðgangsstýring er að vélunum, notendanafnið, user, er orðið „gestur“.
Lykilorðið, password, er líka „gestur“
Með því að haka í auðan reit mun tölvan framvegis mun þessa skráningu og ekki er því þörf á að endurtaka hana.
Án efa munu sjómenn og útgerðarmenn nota vefmyndavélarnar mikið. gera má þó ráð fyrir að ferðamenn vilji geta farið inn á vefmyndavélarnar, þó ekki sé til annars en að láta sannfærast um að á Skagaströnd er alltaf sól og örlítill andvari. Þetta má nákvæmlega sjá á meðfylgjandi mynd úr vefmyndavélinni, en hún er frá því 2. júlí 2010, kl. 13:40.