Vefur um íslenskt mál

Árið 2006 sameinuðust sex stofnanir á sviði íslenskra fræða: Íslensk málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun í eina stofnun. Nýja stofnunin heitir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.  

Heimasíða stofnunarinnar er: www.arnastofnun.is. Við hönnun síðunnar var lögð áhersla á að aðgengi að fjölmörgum gagnasöfnum stofnunarinnar yrði sem best. Allt þetta efni er í eigu þjóðarinnar og mikilvægt að það nýtist sem flestum. Hægra megin á forsíðu heimasíðunnar er listi yfir öll gagnasöfnin. Sérstaklega má benda á nokkur söfn sem ættu að nýtast mörgum: 

  • Beyging orða - nærri því 300 þúsund íslensk orð beygð. 
  • Málfarsbankinn - leiðbeiningar um málfar, rétta beygingu, orðnotkun, merkingu orða o.s.frv. 
  • Orðabanki - upplýsingar um mörg þúsund íslensk íðorð úr tugum safna í ýmsum greinum, t.d. bílorð, raftækniorð, stærðfræði, náttúrufræði, viðskiptafræði o.s.frv. 
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans - safnið hefur að geyma dæmi um notkun orða í íslenskum ritheimildum á nærri fimm alda tímabili, frá miðri 16. öld til loka 20. aldar. Við efnissöfnunina hefur nær allt prentað mál frá upphafi fram á 19. öld verið lesið og orðtekið svo og mikið frá 20. öld. 

Ýmiss konar fróðleikur er á heimasíðunni mönnum til gagns og gamans. Örfá dæmi:  

  • Icelandic online 
  • Ísland og Íslendingar 
  • Orð 
  • Stafsetning og ritreglur 
  • Sögur úr Vesturheimi 
  • Æviágrip; Árni Magnússon – Sigurður Nordal  
  • Örnefni 

Það er von þeirra sem að vefnum standa að gögnin á heimasíðunni nýtist sem flestum. Á síðunni má auðvitað einnig finna upplýsingar um stofnunina, rannsóknir, fræðslu og útgáfu sem og viðburði á vegum hennar.