Til stendur að Vegagerðin malbiki stofnveg sveitarfélagsins frá Fellsbraut við Röðulfell um alla Strandgötu fram að gatnmótum við Einbúann.
Áætlað var að hefja framkvæmdir á mánudaginn kemur en sökum veðurspár munu framkvæmdir að öllum líkindum dragast fram á fimmtudag og standa yfir fram á sunnudag. Skjótt skipast veður í lofti og munum við senda út tilkynningu þegar dagsetningar eru staðfestar en nauðsynlegt er að ná 4-5 þurrum dögum samfellt.
Framkvæmdaplan lítur þá svona út:
Dagur 1: Leggja í þverskurði í aðalgötu, afrétta götu og fræsa lása
Dagur 2: Leggja vinstri akgrein (þegar keyrt er inní bæinn)
Dagur 3: Leggja hægri akgrein
Dagur 4: Malbika á leikskólalóð, bílastæði við Spákonufellshöfða og í sár vegna fráveituframkvæmda.
Það er óhjákvæmilegt að einhver truflun verði á umferð um bæinn á meðan á verkinu stendur og eru vegfarendur beðnir um að gæta aðgátar.
Íbúar við Fellsbraut eru beðnir um að fjarlægja bifreiðar úr bílastæðum við götuna þar sem malbikað verður upp að gangstéttum.
Frekari tilkynningar verða sendar út þegar línur skýrast varðandi tímasetningu.