Kór eldri borgara í Húnaþingi bauð upp á skemmtilega samkomu í Hólaneskirkju á Skagaströnd síðastliðinn mánudag.
Auk söngs var boðið upp á upplestur í bundnu og óbundnu máli.
Stjórnandi kórsins var Kristófer Kristjánsson en hann lék jafnframt á hljómborð. Einar Þorláksson lék einnig undir á harmoniku.
Tónleikarnir voru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra.