Verkefnistjóri Farsældar - laust starf

Félags og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu. Óskar eftir að ráða drífandi og öflugan verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni. Leitað er að áhugasömum og sjálfstæðum starfsmanni með reynslu af verkefnastjórnun sem býr yfir metnaði og sýnir frumkvæði í starfi. Einnig þarf viðkomandi að sinna starfi tengiliðar barna á framhaldskóla aldri og málastjóri í félagsþjónustu.

 

Um er að ræða 100% starfshlutfall í góðu starfsumhverfi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð
Leiðir vinnu innleiðingarteymis í samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna .
Vinnur að samþættingu á þjónustu fræðslu- og félagsþjónustu í samræmi við lög um farsæld barna.
Situr fundi innleiðingarteymis svæðisins og er teymisstjóri þess.
Eflir samvinnu, samþættingu og upplýsingaflæði á milli þjónustuveitenda í sveitarfélögunum með áherslu á snemmtæka nálgun og vinnur að mótun á nýju verklagi
Sér um kynningu og fræðslu á áherslum hugmyndafræði samþættingar fyrir alla sem að farsældinni koma.
Samstarf og samvinna við aðila sem vinna með börnum og koma að samþættingu þjónustunnar
Vinnur árangursmat á verklagi og þjónustu
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem uppeldismenntun, menntun á sviði velferðarmála eða sambærilegt
Haldbær reynsla af verkefnastjórnun
Reynsla af vinnu í opinberri stjórnsýslu
Þekking og reynsla af starfi í almennri velferðarþjónustu eða af skólastarfi í grunn- og leikskóla
Lipurð í mannlegum samskiptum
Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
Áhugi og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
Góð tölvukunnátta
Góð tök á íslenskri tungu og hæfni í framsetningu texta
 
Fríðindi í starfi
Félags og skólaþjónusta Austur Húnavatnsýslu er staðsett á Blönduósi. Hún þjónustar Húnabyggð, Skagabyggð og Skagaströnd. Starfsstöðin er á Blönduósi. Stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Útivist og félagsstarf er mjög virkt á svæðinu.