Vetrarleikar í Tindastól

Fjölskylduhátíð verður dagana 25. - 27. febrúar 2011 á skíðasvæðinu í Tindastól. Þar verður sett upp ævintýrabraut og fleira. Þá verður Vetrarleikabrenna á föstudagskvöldinu og  kvöldvaka á laugardeginum í reiðhöll Skagfirðinga. 

Föstudagskvöld 25. febrúar
  • kl. 18:00 Safnast saman við íþróttahúsið og gengið í skrúðgöngu að kirkjunni. Setning Vetrarleikanna, Vetrarleikabrenna, söngur og samvera.

Laugardagur  26. febrúar
Skíðasvæðið í Tindastól – Ævintýrabraut Vetrarleikanna
  • kl. 11:00  Fyrirkomulag kynnt og skráning 
  • kl. 11.30  Ævintýrabrautin opnar
  • kl. 13.30  Hádegishlé                                                                                                     kl. 14:00  Ævintýraleikarnir halda áfram                                                                
  • kl. 15:30  Ævintýraferð út í óvissuna.
  • kl. 10:00 – 12:00  og 13:00 – 15:00  Námskeið í Carvingskíðun með Jóhanni Bæring Gunnarssyni skíðakennara. Námskeiðsgjald 6000 kr.
  • kl. 16:30  Sund og afslöppun á Sauðárkróki 
  • kl. 18:00  Pizzahlaðborð fyrir Skagstrendinga á Mælifelli. Kostar 800 kr. á grunnskólabarn/1400 kr. á fullorðinn.           
  • kl. 19:30 Kvöldvaka í reiðhöllinni Svaðastöðum.   Á kvöldvökunni verða dregnir út fjöldi glæsilegra vinninga og því þarf að halda vel utan um númerin sem úthlutað er við skráningu á leikana. 

Sunnudagur 27. febrúar
  • kl. 11:30  Skíðaleikar 
               Samhliðasvig  - Brettaþraut.
               Grín og glens 
               Foreldrar og börn keppa hvort við annnað      
                                     
Þátttökugjald 1500 kr á mann fyrir 4 ára og eldri (lyftugjöld ekki innifalin). Landsbankinn á Skagaströnd ætlar að borga þátttökugjaldið fyrir börn á Skagaströnd 4ra – 16 ára.

Umf. Fram verður með rútuferðir á leikana bæði laugardag og sunnudag og eru ferðirnar þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Lagt verður af stað kl.10.00  báða dagana (frá Fellsborg) og farið heim að lokinni dagskrá (eftir kvöldvökuna á laugardagskvöldið). 

Börn fædd 1999 og síðar þurfa að vera í umsjón einhvers fullorðins í ferðinni. 

En við viljum benda á að leikarnir eru hugsaðir sem fjölskylduhátíð og ekki þarf að vera á skíðum til þess að geta tekið þátt í dagskránni. 

Tökum þátt í frábærri skemmtun og eigum góða helgi saman.  

Frekari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu Tindastóls, www.tindastoll.is og hjá Elvu, Dísu eða Róberti.