Vetrarleikar í Tindastól um helgina

Fjölskylduhátíð verður dagana 26. - 28. febrúar á skíðasvæðinu í Tindastóli. Þar verður sett upp ævintýrabraut, snjóraft og fleira. 

Þá verður Vetrarleikabrenna á föstudagskvöldinu og  kvöldvaka á laugardeginum í reiðhöll Skagfirðinga. Það er ekki skilyrði að geta staðið á skíðum eða snjóbrettum til að geta skemmt sér á Vetrarleikunum.

Föstudagskvöld 26. febrúar
kl. 19:00 
Safnast saman við íþróttahúsið á Sauðárkróki og gengið í skrúðgöngu að kirkjunni. Setning Vetrarleikanna, Vetrarleikabrenna, söngur og samvera.

Laugardagur  27. febrúar
Skíðasvæðið í Tindastól 
Ævintýrabraut Vetrarleikanna
kl. 11:00  
Fyrirkomulag kynnt og skráning 
kl. 11.30  
Ævintýrabrautin opnar
kl. 12.30  
Hádegishlé í eina klst.
kl. 15:30  
Skíðað niður í bæ eftir ákveðinni braut.

Sund og afslöppun á Sauðárkróki (180 kr. fyrir börn/380 kr. fyrir fullorðna)
kl. 19.00  Pizzahlaðborð og kvöldvaka í reiðhöllinni Svaðastöðum (pizzuhlaðborð ekki innifalið í þátttökugjaldinu – kostar 800 kr. á barn/1400 kr. á fullorðinn).   

Á kvöldvökunni verða dregnir út fjöldi glæsilegra vinninga og því þarf að halda vel utan um númerin sem úthlutað er við skráningu á leikana. 

Sunnudagur 28. febrúar
kl. 11.00 
Skíðaleikar
               
Samhliða svig, foreldrar og börn keppa við hvert annað.  
Grín og glens!
kl. 12.30 
Hádegishlé í eina klst. Fiskur í fjalli í boði Fisk Seafood.


Þátttökugjald 1500 kr á mann fyrir 4 ára og eldri (lyftugjöld ekki innifalin). 

Umf. Fram verður með rútuferðir á leikana bæði laugardag og sunnudag og eru ferðirnar þátttakendum að kostnaðarlausu.  Lagt verður af stað kl.10.00  báða dagana og farið heim að lokinni dagskrá (eftir kvöldvökuna á laugardagskvöldið).  

Skráning í rútuna þarf að fara fram fyrir kl. 20:00 á föstudagskvöldið í símum 895 5472 (Dísa), 862 6997 (Björk) og 845 2991 (Elva) sem einnig gefa nánari upplýsingar – ekki er hægt að ganga að því vísu að fá sæti í rútunni eftir að skráningu lýkur. 

Börn fædd 1998 og síðar þurfa að vera í umsjón einhvers fullorðins í ferðinni.  En við viljum benda á að leikarnir eru hugsaðir sem fjölskylduhátíð og ekki þarf að vera á skíðum til þess að geta tekið þátt í dagskránni. 

Tökum þátt í frábærri skemmtun og eigum góða helgi saman.  Frekari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu Tindastóls, www.tindastoll.is