19.01.2005
Vetur konunugur hefur ráðum ríkjum á síðustu vikum og
minnt á sig í ýmsum myndum. Snjór hefur lagst yfir allt
sem bætir þó birtuleysið í dimmasta skammdeginu.
Vel hefur gengið að halda götum og gönguleiðum
opnum og tækifærin á milli þegar dúrar notuð til að
hreinsa snjó út úr götum og breikka þær þar sem það á
við. Þannig hafa orðið til snjófjöll víða og eru þau
sumstaðar notuð til þess að stýra snjóum og að draga
úr skafrenningi þar sem það er hægt. Með þeim hætti
næst jákvæðri árangur út úr snjómokstrinum og hann
hjálpar til við að draga úr enn meiri snjósöfnun. Lögð
hefur verið áhersla á að auka hálkuvarnir og eru götur
og gangstéttar sandaðar þegar svellar til að draga úr
slysahættu.