Mikið verður um að vera á bókasafni Skagastrandar næstu vikurnar. Boðið verður upp á upplestur og bókakynningar fyrir alla aldurshópa.
Þann 19. nóvember klukkan 14.00 kemur Friðvin Berndsen og les úr ljóðabók sinni Ætli Adólf hafi grátið Evu sína.
Þann 6. desember klukkan 16.15 les Dagný Marín jólasögur að eigin vali fyrir alla aldurshópa.
Þann 13. desember klukkan 16. 15 ætlar Steinunn Kristín (Dídí) að fræða leikskólabörnin um jólasveinana okkar 13.
Þann 20. desember klukkan 16.00 les Ástrós Elís upp úr bók sinni Jól undir Spákonufelli. Fyrir 8 ára og eldri.
Boðið verður upp á kaffi, kakó, djús og piparkökur á alla viðburði bóksafnsins.
Kveðja, Sandra Bókavörður