Viðvörun frá Almannavörnum

 

Svohljóðandi tilkynning hefur borist frá Almannavörnum:

 

Bakvakt almannavarnadeildar vill vekja athygli ykkar á slæmri veðurspá í kvöld og á morgun, sjá meðfylgjandi viðvörun Veðurstofunnar. Búast má við að færð spillist og að snjóflóðahætta aukist, þá sérstaklega á Norðurlandi á morgun.

 

„Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið

norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu

þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t.

höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir

kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma.

 

Nú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil

og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta

skapast á skömmum tíma.

 

Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með

stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt

og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi.

Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið

vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti.“


 

 

 

Með kveðju / Best regards
Eggert Magnússon
 
Lögreglufulltrúi – Verkefnastjóri
Detective Chief Inspector - Project Manager
Ríkislögreglustjórinn
The National Commissioner Of The Icelandic Police
Almannavarnadeild
Department of Civil Protection and Emergency Management
 
Phone:     (+354) 444 2500
Mobile:   (+354) 861 7683
Fax:         (+354) 562 2665
 
Heimasíða              www.almannavarnir.is         
 
        Facebook.com/Almannavarnir