Listaverkið er eftir hinn þjóðkunna listamann Magnús Pálsson og er tilvísun í samspil tímans og sólargangsins þar sem gömul eyktarmörk eru í heiðri höfð. (Kynning á Magnúsi Pálssyni: http://vefir.nams.is/isllistvefur/listamenn/magnus_pals.htm )
Listskreytingasjóður ríkisins leggur verkið til og kostar hina listrænu hlið málsins en sveitarfélagið hefur lagt til uppsetningu þess.
Vígsla verksins á Hnappstaðatúni er öllum opin og íbúar á Skagaströnd hvattir til að mæta og taka á móti listverki sem er líklegt að muni standa um langan tíma í miðju byggðarinnar.
Sveitarstjóri