VINÁTTUDAGAR Í HÖFÐASKÓLA 2013.

 

Kæru bæjarbúar og nærsveitungar.

 

Þessa vikuna eru þemadagar í Höfðaskóla með yfirskriftinni Vináttudagar.  Á þriðjudegi og miðvikudegi vinna nemendur að ýmsum verkefnum tengdum vináttu og baráttu gegn einelti.

Þann 8.nóvember (á föstudaginn) ætlum við síðan í vináttugöngu um bæinn.  Sá dagur er helgaður baráttunni gegn einelti (www.gegneinelti.is). 

 

Það myndi gleðja okkur mikið að sem flestir tækju þátt í göngunni með okkur. Stefnt er að brottför frá Höfðaskóla kl. 10:40 og gengið verður fyrir víkina að höfninni og aftur til baka.

(Ef svo ólíklega vill til að veðurguðirnir verði að stríða okkur, er vara skipulagið þannig að við hittumst í söng og leik í íþróttahúsinu kl. 12:00 á föstudeginum.)

 

Með fyrirfram þökk.

Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla.