Þann 15.nóvember voru dregnir út þrír þátttakendur í Fjölskyldan á fjallið sem er landsverkefni UMFÍ og er liður í verkefninu Göngum um Ísland. Góð þátttaka var í verkefninu í sumar vítt og breitt um landið sem nýtur æ meiri vinsælda með hverju árinu.
Hinir heppnu þátttakendur sem voru dregnir út eru eftirtaldir:
Jóhannes T. Torfason, Ásbrún , 311 Borgarnes en hann gekk á Varmalækjarmúla.
Guðjón Páll Hafsteinsson, Suðurvegi 16, 545 Skagaströnd en hann gekk á Spákonufell.
Þorbjörn Jensson, Bólstaðarhlíð 28, Reykjavík en hann skráði nafn sitt eftir göngu á Hjörleifshöfða.
Þeim verða afhent verðlaun á næstu dögum, Edda útgáfa gefur bókina Íslensk fjöll eftir Ara Trausta Guðmundsson.