Vegna bilunar á veðurstofu Skagastrandar sýnist veðrið vera verra en það er. Í raun er sól og blíða í bænum, rétt eins og verið hefur allan þennan mánuð og verður svo fram á vor er veðrið tekur að skána.
Meðfylgjandi mynd sýnir og sannar svo ekki verður um villst hvernig veðrið er. Því er óhætt að sleppa því að líta út um gluggann, útsynninginn mun lægja um leið og veðurstofan kemst sjálfkrafa í samt lag.
Þessi frétt á alls óskylt við komandi þorrablót Skagstrendinga.