Wilson Mango í Skagastandarhöfn
09.03.2007
Wilson Mango landar í Skagastrandarhöfn rykbindiefni fyrir Vegagerðina. Skipið er á hringferð um landið og kom hingað frá Hólmavík. Landað verður um 750 tonnum. Á myndinni má sjá starfsmenn á vegum hafnarinnar sem tóku á móti skipinu og aðstoðuðu við að binda það. Skipið er skráð á Bahamas og er 89 metra langt.