Áslaug Ásgeirsdóttir rektor heimsótti BioPol

Halldór Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri Biopol, Dr. Jens Jakob Sigurðarson og Áslaug Ásgeirsdóttir …
Halldór Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri Biopol, Dr. Jens Jakob Sigurðarson og Áslaug Ásgeirsdóttir rektor
Áslaug Ásgeirsdóttir rektor Háskólands á Akureyri sagði frá því á fésbókarsíðu sinni að hún hafi heimsótt Sjávarlíftæknisetrið Biopol heim síðasta föstudag.
 
Í færslunni segir Áslaug: "Á móti mér tóku Halldór Ólafsson, framkvæmdastjóri og Dr. Jens Sigurðarson sem í dag vinnur að því að nota bakteríur í framleiðslu á lífrænum litarefnum.

 Háskólinn á Akureyri hefur verið í samstarfi við Biopol frá upphafi og í gegnum tíðina hafa stúdentar HA unnið að ýmsum rannsóknarverkefnum með setrinu. Í dag eru meðal annars tveir doktorsnemar að vinna að verkefnum með Dr. Bettinu Scholz. Takk fyrir frábæra kynningu á setrinu og vinalega móttöku. Það er svo greinilega mikilvægt fyrir mig að fara í svona ferðir til að kynnast norðurlandi betur þar sem á leiðinni heim tók ég ranga beygju og fékk að kynnast Sauðárkróki. Vel þess virði að taka þennan aukarúnt enda gott veður á ferðalaginu og svæðið í heild fallegt."

Við þökkum Áslaugu fyrir að sækja Biopol heim!
Færslu Áslaugar má sjá hér