Golfklúbbarnir á Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki hafa ákveðið að ganga til samninga við breskan golfkennarann Richard Hughes. Hann starfar nú sem yfirkennari og rekstrarstjóri Orange Lakes Golf Resort í Egyptalandi og er en ætlar að taka sér frí í nokkra mánuði og bíða þess að ólgan þar í landi hjaðni.
Richard hefur mikla reynslu af golfkennslu, bæði í fæðingalandi sínu, Wales, en einnig í Tékklandi og Póllandi, þar sem hann starfaði um nokkurra ára skeið, og loks í Egyptalandi.
Hann hefur þjálfað þúsundir barna og notar til þess þjálfunarkerfi sem hann hefur búið til og hlotið fyrir það viðurkenningar. Hann hefur auk þess mikla keppnisreynslu.
Richard hefur lengi þjálfað fullorðna, bæði nýliða sem og þá bestu í íþróttinni.
Fyrirhugað er að hann kenni einn dag í viku á Háagerðisvelli á Skagaströnd í sumar, einn á golfvelli Blönduóss og þrjá á Sauðarkróksvelli.
Golfklúbbarnir vænta mikils af samstarfinu við Richard Hughes og vona að klúbbmeðlimir taki vel á móti þessu reynda kennara.