Tekið verður á móti farartækjum og vögnum frá 1. október nk. Afhendingartími er á milli klukkan 08:00 og 16:00 virka daga. Nauðsynlegt er að boða komu við starfsmenn áhaldahúss í síma 8933858. Tekið verður á móti vögnum á plani rækjuvinnslunar.
Ef dagsetning eða tími hentar ílla er hægt að láta vita á skagastrond@skagastrond.is eða í síma Vilhelms áhaldahússtjóra 8933858. Reynt verður að koma til móts við óskir eins og hægt er.
Beiðni um geymslupláss skal berast í gegnum rafrænt google eyðublað sveitarfélagsins.
Einnig er hægt að senda á skagastrond@skagastrond.is með upplýsingar um skráningarnúmer vagns, lengd með beisli og kennitölu greiðanda.
Röð umsókna ræður en þeir sem voru með geymslupláss hjá okkur síðasta vetur hafa forgang berist umsóknir fyrir 16. ágúst nk.
Tryggingar á eigum leigutaka.
Leigutaki ber einn ábyrgð á eigum sínum í hinu leigða húsnæði og skal sjá um að tryggja eigur sínar sjái hann ástæðu til. Leigusali mælist til þess að leigutaki láti tryggingarfélag sitt vita að ferðavagn eða aðrar eigur hans séu geymdar í geymslunni.