Samfélagið á Skagaströnd er lánsamt að eiga hina ýmsu velunnara en núna í desember fékk sveitarfélagið góða gjöf frá Maruska, S5 verk, IÞJ og Skógræktarfélagi Skagastrandar. Hópurinn gaf jólatré við Hólaneskirkju og jólaseríur sem skreyta nú tréð við kirkjuna og Hnappstaðatún en Helena Mara Velemir og Björk Sveinsdóttir sáu um að setja skreytingarnar upp. Eru skreytingarnar viðbót við það sem sveitarfélagið tjaldar alla jafna til og skapa einstaka jólastemningu á svæðinu. Gjöfin er kærkomin viðbót við jólaandann á Skagaströnd og gleður bæði heimamenn og ferðamenn. Tréð við Hólaneskirkju og Hnappstaðatún munu nú lýsa upp vetrarmyrkrið með þessum fallegu skreytingum. Er Maruska, S5 verk, IÞJ og Skógræktarfélaginu þakkað fyrir þessa hugulsömu gjöf sem hefur glatt samfélagið yfir hátíðarnar.
Sveitarstjóri