Síðastliðið ár hefur verið unnið að uppbyggingu glæsilegra baðlóna við Hólanes á Skagaströnd.
Áætlað er að heildarfjárfesting við byggingu geti numið um hálfum milljarði og að verktími sé um tvö ár. Búið er að tryggja fjármögnun verkefnis að hluta og áætlað að henni ljúki á næstu mánuðum.
Gert er ráð fyrir að lokið verði við hönnunar- og skipulagsvinnu á árinu 2021 og framkvæmdir geti hafist 2022 miðað við óbreyttar forsendur.
Böðin verða staðsett við sjávarmálið á Hólanesi sem er miðsvæðis á Skagaströnd og skartar tilkomumiklu útsýni yfir Húnaflóann og Strandafjöllinn.
„Þessi umfangsmikla uppbygging mun verða mikilvæg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra og böðin án efa eftirsóknarverður viðkomustaður fyrir þá ferðalanga sem þræða Norðurstrandarleiðina. Þá verða þau einnig kærkomin og heilsueflandi viðbót við þjónustu fyrir heimamenn.“
segir Halldór Gunnar Ólafsson oddviti sveitarstjórnar á Skagaströnd.
Hér má sjá fyrstu drög að hönnun á svæðinu og útliti á baðstaðnum.