Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn

Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd óskar eftir að ráða fólk í umönnun aldraðra í sumar.

Sæborg er lítið hjúkrunarheimili staðsett miðsvæðis á Skagaströnd. Þar búa að jafnaði um 9 íbúar og vinnur heimilið eftir Lev og bo hugmyndafræðinni.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna með öldruðum, Sé lipur og áreiðanlegur í samskiptum, sýni sveigjanleika, frumkvæði, jákvætt viðmót og hæfni í að vinna teymisvinnu. Íslenskukunnátta áskilin.

Um er að ræða vaktavinnu en hægt er að semja um starfshlutfall, vinnutíma og vaktatilhögun. Hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa með öldruðum um að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 10.03.2025.

Upplýsingar veitir

Eydís Inga Sigurjónsdóttir

Hjúkrunarforstjóri

Í síma 867-1088 eða e-mail: saeborg@simnet.is