HÖFÐASKÓLI Á SKAGASTRÖND – LAUSAR KENNARASTÖÐUR
Við Höfðaskóla á Skagaströnd eru lausar stöður kennara fyrir skólaárið 2019-2020. Um er að ræða almenna kennslu og umsjón á öllum stigum.
Höfðaskóli er rúmlega 80 nemenda grunnskóli og koma nemendur frá Skagaströnd og Skagabyggð. Kennarar og annað starfsfólk skólans mynda vel menntað og áhugasamt teymi. Mikill vilji og áhugi er á nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi, þ.m.t. notkun snjalltækja í kennslu.
Sveitarfélagið aðstoðar við að finna húsnæði til leigu á sanngjörnu verði.
Umsóknarfrestur er til 24. maí n.k og skal umsóknum skilað á netfangið hofdaskoli@hofdaskoli.is
Nánari upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Vera Ósk Valgarðsdóttir í síma 4522800/8624950.