Jól í skókassa á Skagaströnd
05.11.2024
Jól í skókassa er fallegt alþjóðlegt verkefni sem hófst árið 2004.
Verkefnið snýst um að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og aðra erfiðleika í Úkraínu. Þetta fjórða árið í röð sem við höfum komið saman í kirkjunni og sett saman gjafir í skókassa.
Í ár tókst okkur að útbúa 33 gjafir og sendum við kærar þakkir til allra sem sem lögðu okkur lið.
Verkefnið stækkaði heldur betur í ár þegar nemendur Höfðaskóla tóku saman höndum og gerðu 24 kassa sem er glæsileg viðbót við verkefnið. Eftir almennan skiladag sem var í kirkjunni s.l laugardag þá endaða talan í 66 skókössum. Í fyrra söfnuðust 50 kassar og það er virkilega gaman að sjá þeim fjölga á hverju ári.
Stefnan er tekin á að færa þetta alfarið í skólann að ári en áfram verður öllum velkomið að leggja okkur lið á einn eða annan hátt.