Krabbameinsfélag

 


Aðalfundur Krabbameinsfélags Austur -Húnavatnssýslu verður haldinn þriðjudaginn 31. mars kl. 18:00 á Hótel Blönduósi.

 

Viljum við minna  á aðalfundinn en á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf en jafnframt fyrirlesur sem Arndís Halla Jóhannesdóttir flytur. Arndís er öflug ung kona, markþjálfi og þroskaþjálfi og nefnir hún fyrirlesturinn: Mikill hlátur og smá grátur og veltur hún fyrir sé hvernig við bregðumst við því sem við þurfum að takast á í vinnu eða einkalífi.

 

Starfsemi Krabbameinsfélagsins beinist að fræðslu og stuðningi við þá sem greinast með krabbamein, fjölskyldum og vinum þeirra. Styrkur þess felst hins vegar í fjölda félagsmanna og þann velvilja héraðsbúa að taka þátt í fjáröflunarstarfssemi á vegum félagsins er sölufólk gengur í hús. Þannig styðjum við samborgara okkar og félagið þakkar þann mikla stuðning til fjölda ára. Meðal verkefna síðari ára, hefur félagið greitt leigu fyrir íbúðir til þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð í Reykjavík og aðstandenda. Eins höfum við stutt við fjölskyldur, gefið búnað og tæki til Heilbrigðisstofnunar og tæki til Sæborgar á Skagaströnd. Nýlega lögðum við fram fjárhæð er rennur í upphæð til að kaupa nýtt ómskoðunartæki á sjúkrahúsi Akureyrar og sem notað yrði til nánari skoðunar í  hefðbundinni hópleit á brjóstum kvenna.

 

Minnum á minningarkort Krabbameinsfélagsins en sími sölufólks er í Glugganum og eru þau einnig seld í Lyfju á Blönduósi og www.krabb.is

Allir eru velkomnir á aðalfundinn og boðið verður uppá súpuveitingar á fundinum.

                                                                                      Stjórnin