Laust starf Hjúkrunarforstjóra á Skagaströnd

Hjúkrunarforstjóri á Skagaströnd

Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra. Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi með faglega sýn í hjúkrun og málefnum aldraðra. Um er að ræða 100% stöðu.

Sæborg er lítið hjúkrunarheimili staðsett miðsvæðis á Skagaströnd. Þar búa að jafnaði um níu íbúar í hjúkrunarrýmum og vinnur heimilið eftir Lev og bo hugmyndafræðinni.

Starfssvið:

  • Fagleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu
  • Ábyrgð á rekstri og stjórnun heimilisins
  • Ábyrgð á mannauðsmálum og vinnuumhverfi
  • Ábyrgð á mönnun og gerð vaktaplana
  • Hjúkrunarforstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Félags- og skólaþjónustu A-Hún

Menntun og reynsla:

  • Háskólagráða í hjúkrunarfræði, framhaldsmenntun kostur
  • Þekking og reynsla af öldrunarhjúkrun og öldrunarsjúkdómum
  • Þekking á RAI-mati
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
  • Mikið frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð tölvu- og tæknifærni

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Umsókn, kynningarbréf og ferilskrá, skal senda á netfangið katrin@kradgjof.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2021.

Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 848 1801 eða email: saeborg1@simnet.is