Eftirfarandi lóðir eru lausar til úthlutunar til byggingar á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu en listann má nálgast undir flipanum Skipulags og byggingarmál á heimasíðu sveitarfélagsins:
Bogabraut – ein lóð norðan götu nr: 25.
Suðurvegur – þrjár lóðir austan götu nr: 5,7 og 11
Sunnuvegur – tvær lóðir vestan götu nr: 10 og 12
Ránarbraut – ein lóð norðan götu nr: 3
Oddagata – ein lóð austan götu nr: 3.
Skagavegur – tvær lóðir austan götu, nr: 4 og parhúsalóð nr: 6-8.
Bankastræti – ein lóð sunnan götu nr. 5.
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. febrúar 2025 að fella niður gatnagerðargjöld af einbýlishúsalóðum í sveitarfélaginu og gildir sú niðurfelling í tvö ár frá og með 12. febrúar 2025.
Um úthlutun lóða fer eftir reglum þar um frá 8. mars 2023 og nálgast má hér.
Yfirlitsmyndir lóða má nálgast hér.
Umsóknareyðublöð má nálgast hér.