Hjördís Bára Þorvaldsdóttir lést 7. febrúar síðast liðinn.
Bára var alltaf snyrtileg og pen til fara, sjálfstæð og sómakær og skilaði vel öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg því hún var dul en alltaf jákvæð, vinamörg og traustur vinur vina sinna. Hafði yndi af börnum þannig að megnið af starfsævi sinni vann hún með ungum börnum, sem mörg hver eiga henni mikið að þakka. Bára hefur nú ferð sína inn í ljósið þar sem hennar bíður ástvinur, sem hún saknaði mikið. Um leið og við kveðjum þessa indælu konu er samúð okkar með börnum hennar, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum í sorg þeirra og eftirsjá.
Útför Hjördísar Báru Þorvaldsdóttur verður gerð frá Hólaneskirkju kl 14:00 föstudaginn 18. febrúar næst komandi.
Ljósmyndasafn Skagastrandar
Ólafur Bernódusson