Grásleppan og rauðmaginn eru vorboðar við strendur Íslands ekkert síður en lóan og spóinn. Um þessar mundir eru margir sjómenn að leggja netin sín eða að gera sig klára til að leggja. Áður voru hrognin skorin úr grásleppunni en megnið af fiskunum sjálfum var hent í sjóinn aftur. Í dag koma menn með sleppuna heila í land og þar er hún unnin frekar fyrir markað í Kína. Þessi mynd var tekin í lok maí 2012 þegar Stefán Jósefsson (nær) og Sævar Rafn Hallgrímsson (fjær) voru að koma að bryggju frá því að draga upp grásleppunet í lok vertíðar á bátnum Hafsteini. Eins og sést á myndinni getur blessaður þarinn gert mönnum lífið leitt með því að fylla netin og draga þau niður.
Ljósmyndasafn Skagastrandar