Dagurinn er stuttur 13. desember og sólin lágt á lofti eins og sést á þessari mynd, sem tekin var þann dag 2012 um hádegisbil, þegar sólin fór hæst þann daginn. Eins og sést var kalt því Skagastrandarhöfn er með þunnu íslagi. Við getum því glaðst yfir að nú er daginn farið að lengja og sólin fikrar sig hærra á himininum með hverjum deginum sem líður. Ljósmyndasafnið óskar öllum farsældar og góðrar heilsu á árinu 2023. Stöndum saman um að gera góðan bæ betri á næsta ári.
Ljósmyndasafn Skagastrandar