Á þessari mynd er að hefjast síldarlöndun í verksmiðjuna í Skagastrandarhöfn. Við löndun voru stokkarnir á krananum látnir síga niður í lestar skipanna en inni í stokkunum voru skóflufæribönd sem mokuðu síldinni inn á færibandið fyrir miðri mynd. Færibandið flutti svo síldina upp í geymsluþrær verksmiðjunnar. Þaðan fór síldin svo í bræðslu í verksmiðjunni þar sem framleitt var úr henni lýsi og síldarmjöl. Mannvirkin á myndinni voru staðsett á enda núverandi Ásgarðs, sem áður fyrr var alltaf kallaður löndunarbryggjan. Í dag (janúar 2023) eru þessi mannvirki öll horfin og búið að stytta bryggjuna um einhverja metra. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin en líklega tók Herbert Ólafsson hana.
Ljósmyndasafn Skagastrandar