Þessi mynd af Skagaströnd var tekin 1942 eða 1943 . Á þeim tíma var bygging síldarverksmiðjunnar að hefjast með tilheyrandi bjartsýni og fólksfjölgun. Eins og sjá má var byggðin ansi strjál og því er gaman að bera myndina saman við það sem við þekkjum í dag. Húsin næst okkur á myndinni eru öll horfin. Höfðakot næst okkur, Dvergasteinn næst og Draumaland er pínulitla húsið til hægri. Stóru húsin tvö eru Skálholt til vinstri og Þórshamar til hægri, sem enn standa. Litla húsið hægra megin við Þórshamar er Þórsmörk sem nú er horfin.
Ljósmyndasafn Skagastrandar