Þessi mynd var tekin 1934 úti í Spákonufellsey. Karlarnir á myndinni eru að brjóta hana niður en grjótið var notað í uppfyllingu til að búa til höfninni og tengingu við land ásamt grjóti úr Höfðanum. Eins og sjá má voru vinnubrögðin frumstæð, karlarnir með hamra og meitla við að brjóta grjótið og færanlegur gálgi til að lyfta grjótinu á einhvers konar vagn sem rann eftir teinunum sem sjást á myndinni. Grjótið sem sótt var í Höfðann var sprengt úr honum og enn má sjá sárið eftir þær sprengingar í honum sunnan við Laufás.