Myndin er af skólastúlkum í Höfðaskóla ásamt kennara sínum fyrir utan "Gamla skólann" eða Bjarmanes eins húsið heitir. Myndin var tekin einhverntíma snemma á sjötta áratugnum - fyrir 1958 þegar Höfðaskóli fluttist í nýtt húsnæði. Í fremri röð frá vinstri: Sigrún Jósteinsdóttir frá Sólvangi, Halla Björg Bernódusdóttir í Stórholti, Harpa Friðjónsdóttir í Lækjarhvammi, Anna Skaftadóttir í Dagsbrún, Aðalheiður Jónsdóttir í Hólanesi, Dagný Þórðardóttir og Helga Ólafsdóttir í Suður-Skála. Aftari röð frá vinstri: Pálfríður Benjamínsdóttir í Skálholti, Guðrún Kristinsdóttir Kálfshamri, Þórunn Bernódusdóttir í Stórholti, Elínborg Jónsdóttir (d.7.1.2007) kennari í Röðulfelli, Kristín Lúðvíksdóttir í Steinholti, Magdalena Axelsdóttir (d.3.7.2015) frá Læk og Bylgja Angantýsdóttir. Strákarnir lengst til hægri eru óþekktir.