Mynd vikunnar

 
Landsbankahlaup 1987
Í mörg ár stóð Landsbankinn  fyrir víðavangshlaupum á Skagaströnd.
Hlaupin voru miðuð við yngstu aldursflokkana og komu keppendur víða
að úr héraðinu.
Á þessari mynd frá því í maí 1987 sjást keppendur í einum aldursflokki
á ráslínu. Frá vinstri á myndinni: Kristín Þórðardóttir, Gestur Arnarson og
óþekkt barn framan við þau. Á ráslínunni eru tveir óþekktir keppendur,
Hólmfríður Anna Ólafsdóttir (Día Anna), Soffía Lárusdóttir, Guðný Finnsdóttir (Gýgja),
óþekktur, Anna Dröfn Guðjónsdóttir, óþekktur, Jón Heiðar Jónsson,
Atli Þórsson, Friðrik Gunnlaugsson og óþekktur.
Ræsirinn, sem snýr baki í myndavélina, er Lárus Ægir Guðmundsson.
Ef þú þekkir óþekktu börnin vinsamlega sendu okkur þá athugasemd á
netfangið: olibenna@hi.is