Mynd vikunnar

 
Hafís á Víkinni



Vorið 1965 fylltist Húnaflói af hafís. Meðal annars kom ísinn auðvitað
inn á höfnina á Skagaströnd. Til að sporna við því og vernda bátana
í höfninni var strengdur sterkur vír frá Ásgarði (gömlu löndunarbryggjunni)
og yfir í enda Skúffugarðs. Vírinn var látinn vera rétt við yfirborðið og þannig
stöðvaði hann ísrekið inn í höfnina. Myndin sýnir aftur á móti víkina austan
við Skúffugarðinn en hún fylltist af ís eins og sjá má.

Senda upplýsingar um myndina