Mynd vikunnar

 
Á réttri leið



Konur á Skagaströnd voru duglegar að taka þátt í átakinu
"Á réttri leið - bætt heilsa, betri líðan" sem hófst þegar þessi
mynd var tekin 16. febrúar 2011. Átakið hófst með að allar konurnar
mættu á hafnarvigtina þar sem hópurinn var vigtaður sem heild.
Niðurstaðan var að konurnar á myndinni voru fimm tonn og 360 kíló við
upphaf átaksins, sem fól í sér ýmis konar líkamsrækt en jafnframt andlega
uppbyggingu.
Ekki liggur fyrir hve mörg kíló hurfu við átakið en þau skiptu hundruðum.

Senda upplýsingar um myndina