Á sjómannadegi 1971 var sýnd björgun með fluglínutækjum af félögum í Slysavarnadeildinni á Skagaströnd. Helga Björg Hu 7, fánum prýdd, lagði út á höfninni og síðan var línu skotið út í hana af bryggjunni. Eftir það voru síðan nokkrir menn dregnir í stól í land. Á myndinni er einn maður á stólnum á leið í land en fer í sjóinn á leiðinni. Mennirnir í forgrunninum eru um borð í Sigurði Hu 18, sem þá var gerður út á grásleppuveiðar.