Komdu og taktu þátt í matarviðburðinum Naglasúpa sem AndrewRewald verður með í kjallara Bjarmaness laugardaginn 27. apríl, kl. 17.00-20.00 og sunnudaginn 28. apríl, kl. 12.00-15.00.
Andrew hefur dvalið í Nes listamiðstöð í þrjá mánuði og langar til aðdeila afrakstri dvalar sinnar með íbúum Skagastrandar. Þessa tvo daga mun Naglasúpan bera keim af listrænni túlkun hans á þeim bragðtegundum sem hann hefur upplifað hér á staðnum.
laugardaginn 27. apríl, kl. 16.00-18.00,
í Nes listamiðstöð
-YoganMuller (Frakkl.)) verður hér í 3 mánuði. Hann er ljósmyndari.
- AndrewRewald (Ástr.) mun elda Naglasúpu fyrir fólk í Bjarmanesi frá kl. 17-20
-Edyta Materka (USA) er við skriftir í Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Skagaströnd.
-ChrisBoni og Melissa Fisher (Kan.) vinna að undirbúningi kvikmyndar á Skagaströnd sem tekin verður upp í júní.
-MarlainaRead (Ástr.) er að smíða bát og mun draga hann upp á Spákonufell í næsta mánuði.
- Herra Plume og StéphanieLetaconoux (Frakkl.) hafa staðið fyrir fjársjóðsleit og opnun á nýjum vegg fyrir samfélagslist.
-JahnnePasco-White (Ástr.) vinnur með höggmyndir og innsetningar.
-KelseyBosch (USA) vinnur með blandaðri tækni að list sinni.
-KirstenKeegan (Kan.) stundar kvikmyndagerð og ljósmyndun
Allir velkomnir!