Norðurá bs sem rekur urðunarstaðinn Stekkjarvík við Blönduós fékk afhentan nýjan sorptroðara núna í lok febrúarmánaðar. Troðarinn er af gerðinni Bomag BC772 RS-4 og er tæp 40 tonn að þyngd. Í honum er mótor af gerðinni Mercedes Benz, OM471LA. 340kw. Hann er með sérstökum troðarahjólum með ásoðnum göddum og skóflugálga eins og á hjólaskólfum með hleðsluhæð 3,25 m og 4,5 rúmmetra skóflu. Innkaupsverð á troðaranum er tæpar 52 milljónir án vsk. Tækið er keypt í gegnum Vélafl ehf sem er umboðsaðili fyrir Bomag á Íslandi.
Með nýjum sorptroðara aukast afköst við móttöku á sorpi og betri þjöppun næst á urðunarreinar.